Persónunjósnir

Í bananagreininni félagsfræði vorum við spurð „siðferðislegrar spurningar“. Spurningin snerist um það hvort það væri allt í lagi fyrir félagsfræðinga að njósna um fólk til að fá sem bestar upplýsingar. Er þá verið að meina hegðunaratferlisrannsókn á fólki, þ.e. hvernig fólk hegðar sér og hvort það fylgi einhverju mynstri. Svarið við spurningunni er einfalt. Nei, það er ekki allt í lagi að njósna um fólk til að fá „viðunandi niðurstöður“ sem munu enda ævidaga sína á baksíðu moggans. Sú réttlæting var færð til vegar að væri fólk spurt leyfis um hvort mætti rannsaka það myndi fólk bregða frá sínu „náttúrulega sjálfi“ og byrja að hegða sér í ósamræmi við venjulegar aðstæður. Yrðu þá niðurstöðurnar rangar og ómarktækar. Hverjum er ekki drullusama? Hvaða þörf er á því að rannsaka mannlegt eðli með földum myndavélum? Til að geta troðið þessu inn í tölfræði- eða líkindareikning? Til að birta einhverjar innihaldslausar prósentutölur í mogganum? Það er staðreynd að þessar svokölluðu „sannreyndu athuganir“ sem birtast gjarnan í mogganum eru ekki byggðar á afgerandi niðurstöðum tilrauna og þær eru nánast aldrei rökstuddar nægilega, hvað þá sannaðar. Þetta er það sem félagsfræði snýst um.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *