Myndavélavesen

Fékk Krítarmyndirnar aftur úr framköllun í gær og varð fyrir svolitlum vonbrigðum. Tvær heilar filmur voru ónýtar, þ.m.t. myndirnar frá Heraklion, Knossos og Agia Roumeli. Þar að auki voru flestar myndirnar sem ég tók í Samaria ónýtar. Þetta er í síðasta skiptið sem ég reiði mig á einnota myndavélar. Áður en ég fer til Prag í Nóvember (ekki alveg ákveðið en mjög líklegt) ætla ég að vera búinn að fá mér almennilega myndavél með aðdráttarlinsu og öllu tilheyrandi. Ég vil ekki þurfa að lenda í einhverju svona aftur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *