Daily Archives: 9. september, 2003

Minningar 0

Ég man eftir því þegar ég var lítill og hélt að orðið útlönd væri samnefnari fyrir Ítalíu vegna þess að ég hafði búið þar. Ekki veit ég hvernig mér datt það í hug.

Tillaga um breytingu 0

Sögnin að þjást er alveg skelfileg í viðtengingarhætti þátíðar. Tvennt set ég út á hana: 1. Hún lítur alveg eins út og þátíð, þ.e. þjáðist. 2. Ef miðað er við nær allar aðrar sagnbeygingar mætti sjá mynstur sem væri ákjósanlegra að fara eftir, þ.e. að á breytist í æ, sem yrði þá þjæðist. Eða hvað […]

Fréttin á bak við fréttina 0

Morgunblaðið í dag greinir frá manni sem væri svo sannarlega rangt að kalla lukkunnar pamfíl, en svo er mál með vöxtu að í gærmorgun brann önnur íbúðin hans á rúmlega ári. Það hefur vafalaust verið lítið gaman hjá grey manninum að komast á snoðir um brunann í gegnum þann trausta fréttavef morgunblaðsins skömmu eftir að […]

Vitnað í Fréttablaðið 0

„…sagði Eiður Smári eftir leikinn að þeir hefðu leikið með hjartanu…“ Skiljið þið hvað ég meina?

Varðandi Boltann 0

Svo virðist vera, kannski ekki að ósekju, að nær allir þýskir fjölmiðlar eru teknir að drulla yfir eigið landslið og þá ekki síst framkvæmdarstjóra þess. Hafa þá birst fyrirsagnir af enn verri greinum sem steita hnefanum ásakandi í átt að aumingjunum sem „töpuðu með jafntefli“ fyrir einhverju lélegasta fótboltaliði heims. Á meðan Þýskaland er af […]

Bush 0

Í mogganum í gær sagði George Bush að mikilvægt væri að hjálpa Írökum að efla landvarnir sínar. Já þannig, svo þetta var bara próf. Ó Georg, prakkarinn þinn! Upp á hverju skyldirðu nú taka næst?