Varðandi Boltann

Svo virðist vera, kannski ekki að ósekju, að nær allir þýskir fjölmiðlar eru teknir að drulla yfir eigið landslið og þá ekki síst framkvæmdarstjóra þess. Hafa þá birst fyrirsagnir af enn verri greinum sem steita hnefanum ásakandi í átt að aumingjunum sem „töpuðu með jafntefli“ fyrir einhverju lélegasta fótboltaliði heims. Á meðan Þýskaland er af springa, í fyrsta sinn utan stríðsátaka, fyllast heilu íslensku dagblöðin og íþróttaþættir af viðtölum við strákana okkar og umsögnum um einhvern þann merkasta leik Íslendinga til þessa. Þar segir Heiðar Helguson frá því að Oliver Kahn sé „pirraða týpan“ og birtar eru myndir af rifrildi þeirra. Eiður Smári tjáir sig um ástandið og landsliðsþjálfari Íslendinga lofsyngur lið sitt og tjáir okkur að Íslenski fáninn, sem svo fríðlega blaktir á bolum þeirra, sé það sem hleypti stolti og andagift í brjóst leikmanna vorra.

Ekki misskilja mig. Mér þykir jafnteflið alveg jafn stórfengleg tíðindi fyrir framtíð Íslendinga sem fótboltaþjóð, en sýnir þetta dæmi okkur ekki hversu sorgleg þjóð við raunverulega erum?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *