Banki sem reynir að svindla á kúnnum sínum?

Ég fékk nýverið bréf frá Íslandsbanka, þess efnis að ég skuldaði 6000 kall í dráttarvexti. Það gat að sjálfsögðu ekki staðist því ég hafði sérstaklega beðið um síhringikort svo ég væri ekki að eyða peningum sem ég ætti ekki. Ég dreif mig niður í banka og harðneitaði að borga þetta, nefndi þetta þeirra mistök og þeir skyldu gjöra svo vel að falla frá skuldinni og afhenda mér mannsæmandi kort, og viti menn. Þeir gerðu það. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem ég hef þurft að rífast við þá í ár. Reyndar þá hef ég ekki töluna á því hve oft ég hef neyðst til að dröslast þarna niður eftir. Mér virðist sem stefna bankans gangi út á það að reyna að svindla á kúnnum sínum með einhverjum upplognum skuldum og vöxtum. Að minnsta kosti er ég alltaf að lenda í því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *