Reykingar

Fólk vill endanlega láta banna reykingar á kaffi- og veitingahúsum. Mér finnst það ekki koma neinum við, hvort reykingar séu leyfðar eða ekki, öðrum en þeim sem á viðkomandi kaffi- og/eða veitingahús. Sá sem á húsið eða leigir það ætti að fá að ráða því hvort reykingar séu þar leyfðar eður ei.

Enda hefur fólk nú þegar um mörg kaffihús að velja, þar sem reykingar hafa verið bannaðar. Ekki vilja reykingamenn þröngva sínum skoðunum upp á fólk sem sækir slíka staði, og er það nokkuð ljóst að reykingamenn koma þar sjaldan eða aldrei.

Annars hef ég aldrei skilið hvers vegna fólk getur ekki lifað í sátt og samlyndi og hreinlega skipt þessum stöðum í reyk- og reyklaus pláss. Geta ekki allir verið sáttir þannig? Og ef ekki, hví þá ekki?

Orð hafa afleiðingar

Mér finnst að fólk eigi ekki að rasa um ráð fram á netinu, haldandi fram að hitt eða þetta sé rétt án nokkurs rökstuðnings. Oft er betra að setjast niður, móta hugsanirnar í setningar með röklegu orsakarsamhengi og skrifa af ró; miklu fremur en að kasta fram fúkyrðum og ragnandi með djöfulgangi, án þess að heil brú sé í því sem þú segir.

Beinist þetta ekki að neinum sérstökum. Mér finnst ég bara farinn að verða æ meira var við að fólk geri þetta.

Framtíðin

Í framtíðinni verða engin klósett. Eftir fimmhundruð ár verða vélar tengdar við skólplagnir sem geta melt fæðuna fyrir þig, skilað úrgangnum rakleiðis út í sjó og spýtt út töflum með þeim efnum sem líkaminn getur notað. Þá verða lítil not fyrir klósett. Að sjálfsögðu myndast róttækir neðanjarðarhópar sem vilja „halda í hinn náttúrulega lífsmáta“, en þeim verður ekki vært að lifa ofanjarðar. Onei, þeir verða eltir uppi eins og lömb í réttum, og þá kárnar sko heldur betur gamanið. Hægt verður að fara á náttúrugripasöfn þar sem löngu horfnir hlutir eru til sýnis, eins og eftirlíkingar af ám, trjám og ristlum.

Þessi færsla er til marks um það sem mér dettur í hug þegar ég stend í leiðinlegum prófalestri.

Lífið

Hvers vegna er lífið eins og það er? Sumir trúa á örlög, að þú hafir ekkert val um hvað þú gerir, því allt sé það fyrirfram ákveðið. Það er jafn þægilegt að trúa á örlög eins og það er svekkjandi: Það var fyrirfram ákveðið af einhverjum æðri mætti að þú værir þetta fokköpp sem þú ert. Enn aðrir trúa á að hver sé sinnar gæfu smiður, að allt sem þú gerir sé mótað af eigin ákvörðunum og verðleikum. Það er álíka svekkjandi, að vita það að hvað sem þú gerir fer allt í handaskolum. Maður sem hugsar þannig hlýtur á endanum að fara að trúa því að hann sé svona óverðugur, að hann geti ekki með nokkru móti, sama hvað hann reynir, fengið neitt til að ganga öðruvísi en á afturfótunum.
Sjálfur neita ég að skilgreina mig sem hugsuð af einhverri ákveðinni tegund. Hlutirnir virðast alltaf ganga sinn vanagang, hvort sem ég á einhverja hlutdeild að máli eður ei. Hvað hef ég gert fyrir heiminn sem gerir hann að betri stað? Væri heimurinn eins án mín? Óneitanlega, hugsa margir svona, þegar þeim finnst sem heimurinn geti ekki verið kaldari. Það finnst mörgum, en ekki mér.
Sama hvað á dynur verður maður að halda áfram að feta slóðann, hvort sem hann er opinn og greiður eða krókóttur og hættulegur. Lífið er, eins og hver sníður á sjálfan sig. Við erum vorir eigin dæmendur, hvort okkur gengur vel eða illa í lífinu. Og nú, kæru lesendur, er ég kominn í þversögn og sjálfheldu.
Ósjaldan væli ég um ömurleika eigin tilveru og finnst allt ganga í handaskolum. Stundum brotna ég niður þegar ég heyri um barnadauða, því hvað er skelfilegra en að glata lífinu, rétt eftir að manni hefir hlotnast það? Ef það er svo hræðilegt að deyja, getur það ekki verið nándar eins hræðilegt að lifa. Það er eitthvað sem keyrir mig áfram á erfiðum tímum, því hvað sem gerist, er ég hér, reiðubúinn að takast á við það. Það er um að gera, að reyna að vera sterkur, hvað sem bjátar á.
Við hvert bakslag byggist maður upp ónæmi fyrir þeim, segja sumir. Það er ekki satt. Það er aldrei hægt að baktryggja sig fyrir skakkaföllum. En nú er mál til komið, að ég reyni að herða mig upp og halda áfram.

Inferno

Skorið var á lífæðar skáldsins, svo það féll í ómegin. Spurning hvenær það vaknar aftur til lífsins. Aðspurt um orsakir þjáningarinnar segir skáldið að það sé ekki spurning um hræðilegt atvik eða missir einhvers sem það átt hefir. Það er spurning um vöntun – vöntun á því eina sem skáldinu var aldreigi ætlað að eiga. Hvenær sársaukanum linnir veit enginn, en þar til býður skáldið upp á kveðskap, sem svo vill til að lýsir þjáningunni betur en nokkur annar mun nokkurn tíma geta. Að lokum biður skáldið alla vel að lifa og láta af frekari fyrirspurnum um ástand þess. Það kemur ykkur fjandakornið ekkert við.

Whenever I’m alone with you you make me feel
Like I am home again whenever I’m alone with
You you make me feel like I am whole again
Whenever I’m alone with you you make me feel
Like I am young again whenever I’m alone with
You you make me feel like I am fun again

However far away I will always love you however
Long I stay I will always love you whatever
Words I say I will always love you I will always
Love you

Whenever I’m alone with you you make me feel
Like I am free again whenever I’m alone with
You you make me feel like I am clean again

However far away I will always love you however
Long I stay I will always love you whatever
Words I say I will always love you I will always
Love you