111713333949128259

Ég er orðinn stressaður. Andskotinn! Ég hef aldrei verið haldinn prófkvíða áður. Það er samt ekki prófið sjálft sem ég kvíði, heldur heildareinkunnin. Ég verð ekki sáttur við einhverja drasleinkunn. Engu að síður er ég vís með að fá slíka einkunn, eftir frammistöðu mína (að ógleymdum Pétri og Auði) í lokaverkefninu. Það var mesta fokkíng klúður á skólaferli mínum. Ég er hálf feginn því að vita ekki enn hvað við fengum fyrir það.

111713313458939733

Ég var skyndilega að minnast þess að frá 11 ára aldri og upp í c.a. 9. bekk vorum við krakkarnir prófaðir í kafsundi. Er það ekki frekar slæm hugmynd að prófa litla krakka, sem mögulega hafa ekki vit á því að koma úr kafi þegar súrefnið klárast, í kafsundi? Sem minnir mig á manndómskeppnirnar í heita pottinum. Meðan við biðum eftir sundkennurunum héngum við alltaf í heita pottinum og nokkrir ónefndir einstaklingar vildu alltaf keppa í því hver gæti verið lengur í kafi. Tók einn einstaklingur jafnan upp á því þegar hann fór í kaf, að leggja munninn við útblástursrörið (sem blæs lofti í pottinn svo hann „bubbli“) og anda að sér lofti meðan hann var í kafi. Þetta er líka stórhættulegt, enda hefur sá sem þetta gerir varla hemil á loftinntöku sinni. Þó þetta jafngildi kannski ekki að blása lofti ofan í einhvern.