111713333949128259

Ég er orðinn stressaður. Andskotinn! Ég hef aldrei verið haldinn prófkvíða áður. Það er samt ekki prófið sjálft sem ég kvíði, heldur heildareinkunnin. Ég verð ekki sáttur við einhverja drasleinkunn. Engu að síður er ég vís með að fá slíka einkunn, eftir frammistöðu mína (að ógleymdum Pétri og Auði) í lokaverkefninu. Það var mesta fokkíng klúður á skólaferli mínum. Ég er hálf feginn því að vita ekki enn hvað við fengum fyrir það.