111713313458939733

Ég var skyndilega að minnast þess að frá 11 ára aldri og upp í c.a. 9. bekk vorum við krakkarnir prófaðir í kafsundi. Er það ekki frekar slæm hugmynd að prófa litla krakka, sem mögulega hafa ekki vit á því að koma úr kafi þegar súrefnið klárast, í kafsundi? Sem minnir mig á manndómskeppnirnar í heita pottinum. Meðan við biðum eftir sundkennurunum héngum við alltaf í heita pottinum og nokkrir ónefndir einstaklingar vildu alltaf keppa í því hver gæti verið lengur í kafi. Tók einn einstaklingur jafnan upp á því þegar hann fór í kaf, að leggja munninn við útblástursrörið (sem blæs lofti í pottinn svo hann „bubbli“) og anda að sér lofti meðan hann var í kafi. Þetta er líka stórhættulegt, enda hefur sá sem þetta gerir varla hemil á loftinntöku sinni. Þó þetta jafngildi kannski ekki að blása lofti ofan í einhvern.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *