Sumar

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar allir helstu lúðar og hálfvitar landsins flatmaga hálfnaktir á götum úti. Ég viðurkenni að það er fínt að liggja í sólinni; það getur verið mjög notalegt. En að fara í sólbað í þeim yfirlýsta tilgangi að skipta um húðlit þykir mér algjörlega absúrd (já, ég sagði absúrd!).
Það er ekkert að því að vera opinn fyrir litarhafti annarra kynþátta. Reyndar er blátt áfram fáránlegt að vera það ekki. En fyrr má það heita negrophilia en nokkuð annað þegar fólk tekur sig til og sóar tíma (já, sóar!!) í að liggja bert á almannafæri, frammi fyrir litlum saklausum börnum, og reynir sem mest það má að líkjast einhverjum öðrum en það er. Sumt fólk er greinilega ekki nógu sjálfstraust segi ég. Ef það þarf átak til að kalla fram hinn eftirsóknarverða lit, þá getur sá litur ómögulega talist náttúrulegur litur okkar. Hinn hvíti maður, er í eðli sínu og að nafni til hvítur, ef einhverjir eru ekki að fatta það. Fólk af öðrum litbrigðum er, rétt eins og skáldið sagði, öðruvísi á litinn. Þeirra náttúrlegi litur er þ.a.l. ekki hvítur. Það er því, að mínum dómi, alveg jafn fáránlegt fyrir hinn hvíta mann að sækjast eftir brúnku og það væri fyrir dökkan mann að sækjast eftir bleikju. Mér þykir það stórfurðulegt að fólk sækist eftir því að líta öðruvísi út en því er eðlisborið að vera.
Best þykir mér þó þegar sori mannkyns, rasistar, gjöra slíkt hið sama, þ.e. fara í sólbað, en mótmæla þó veru annars fólks hér á landi, því þeirra hatur grundvallast þegar upp er staðið frekar á litarhafti heldur en þjóðerni. Já, mér er alveg skítsama hvað þeir hafa um málið að segja.

Fiskikóngurinn

Ég las það í DV í gær (já, ég gerðist svo frægur) að fiskikóngurinn úr Fiskibúðinni Vör hefði lagt til atlögu við eiganda einhverrar annarrar fiskverslunar. Þá er skemst að minnast hinnar frægu „auglýsingaherferðar“ fiskikóngsins, en þar lét hann hin fleygu orð falla: „Það er aðeins einn fiskikóngur, og það er ég!“ Svo skellti hann upp úr eins og rokna geðsjúklingur. Það var ein skemmtilegasta auglýsing sem ég hef á ævi minni séð.

Kommentamálum reddað

Úff! Ég gat einfaldlega ekki afborið þetta bloggerkommentakerfi svo ég setti gamla kerfið aftur inn. Sá hálgur er á að tengillinn birtist inni á næstu færslu fyrir neðan, en það ætti ekki að koma neinum úr jafnvægi. Munið bara að það er tengillinn fyrir neðan færsluna sem brúka skal.

Það er útlit fyrir að bloggið mitt verði leiðinlegt í dag, enda er fátt leiðinlegra en að blogga um blogg og/eða hversu leiðinleg þau eru. Það er með því leiðinlegra sem hægt er að blogga um, en nú er sá gállinn á mér að ég einfaldlega verð að gera það.

Svona geta blogg verið leiðinleg stundum. Ég reyni að hafa það skemmtilegra á morgun.

Prófatími og skegg

Senn lýkur þessari prófatörn. Eins og siðmenntaðra er siður hef ég ekkert rakað mig allan tímann, því að allir karlmenn þurfa eitthvað til að toga í á prófatíma. Typpið eitt nægir ekki. Aukinheldur er ekki eilíflega hægt að toga í þann strenginn, því líkamanum eru tilfinningaleg takmörk sett hvað blóðmjólkun getnaðarlimsins snertir.

Félagar mínir í bekknum hafa allir svikist undan skyldu sinni og því stend ég einn eftir sem hlýðir kalli skyldunnar og læt ekki óþægindi og kláða í andlitinu aftra mér frá skapadómi mínum. Viskan býr í skegginu sagði einhver.

Ekki par sáttur

Nei, ég er ekki par sáttur við frammistöðu blogger-manna og þær svínslegu aðfarir sem gjörðar hafa verið að minni ástkæru gömlu bloggsíðu. Það er víst ekkert hægt að gera fyrir hana lengur. Ég ætla ekki að þurfa að standa í því að hátéemmella allan textann svo hann verði sýnilegur!

Í dag er oss borið Blogg satans. Ég veit að titillinn er ekki frumlegur, en mér er svo slétt sama um frumleika. Ég vona að þessi síða deyji ung og að einhver lausn finnist á vandanum svo ég megi nota gömlu síðuna áfram.