Daily Archives: 10. maí, 2004

Sumar 0

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar allir helstu lúðar og hálfvitar landsins flatmaga hálfnaktir á götum úti. Ég viðurkenni að það er fínt að liggja í sólinni; það getur verið mjög notalegt. En að fara í sólbað í þeim yfirlýsta tilgangi að skipta um húðlit þykir mér algjörlega absúrd (já, ég sagði absúrd!). […]

Fiskikóngurinn 0

Ég las það í DV í gær (já, ég gerðist svo frægur) að fiskikóngurinn úr Fiskibúðinni Vör hefði lagt til atlögu við eiganda einhverrar annarrar fiskverslunar. Þá er skemst að minnast hinnar frægu „auglýsingaherferðar“ fiskikóngsins, en þar lét hann hin fleygu orð falla: „Það er aðeins einn fiskikóngur, og það er ég!“ Svo skellti hann […]

Kommentamálum reddað 0

Úff! Ég gat einfaldlega ekki afborið þetta bloggerkommentakerfi svo ég setti gamla kerfið aftur inn. Sá hálgur er á að tengillinn birtist inni á næstu færslu fyrir neðan, en það ætti ekki að koma neinum úr jafnvægi. Munið bara að það er tengillinn fyrir neðan færsluna sem brúka skal. Það er útlit fyrir að bloggið […]

Tenglamál 0

Ég bið alla sem tengja á heimasíðuna mína að tengja frekar hingað. Ég mun ekkert hreyfa við henni fyrr en ég veit hvað í ósköpunum ég get gert við hana. En nú er kominn tími á að líta á þessa þýsku.

Raskat 0

Himmi heldur áfram að blogga. Lengi lifi Raskatið!

Prófatími og skegg 0

Senn lýkur þessari prófatörn. Eins og siðmenntaðra er siður hef ég ekkert rakað mig allan tímann, því að allir karlmenn þurfa eitthvað til að toga í á prófatíma. Typpið eitt nægir ekki. Aukinheldur er ekki eilíflega hægt að toga í þann strenginn, því líkamanum eru tilfinningaleg takmörk sett hvað blóðmjólkun getnaðarlimsins snertir. Félagar mínir í […]

Kommentakerfið í rugli 0

Ókei, svona skulum við hafa þetta: Þegar þið kommentið skuluð þið kommenta undir anonymous og skrifa nafnið undir kommentinu. Djöfull er ég fokkíng ósáttur við þetta andskotans djöfulsins horngrýtishelvítiskerfi!!!

Tenglamál 0

Ég bið alla sem tengja á heimasíðuna mína að tengja frekar hingað. Ég mun ekkert hreyfa við henni fyrr en ég veit hvað í ósköpunum ég get gert við hana. En nú er kominn tími á að líta á þessa þýsku.

Ekki par sáttur 0

Nei, ég er ekki par sáttur við frammistöðu blogger-manna og þær svínslegu aðfarir sem gjörðar hafa verið að minni ástkæru gömlu bloggsíðu. Það er víst ekkert hægt að gera fyrir hana lengur. Ég ætla ekki að þurfa að standa í því að hátéemmella allan textann svo hann verði sýnilegur! Í dag er oss borið Blogg […]

Nýtt blogg 0

Það gleður mig mjög að Drífa sé byrjuð að blogga hér á Kaninkunni og ég mæli fastlega með blogginu hennar fyrir alla sem kunna að meta málefnalega umræðu um mikilvæg efni. Bloggið hennar er þegar rokið af stað með bravúr svo ég vænti þess að von verði á góðu úr þeirri áttinni, svosem tilefni standa […]