Sumar

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar allir helstu lúðar og hálfvitar landsins flatmaga hálfnaktir á götum úti. Ég viðurkenni að það er fínt að liggja í sólinni; það getur verið mjög notalegt. En að fara í sólbað í þeim yfirlýsta tilgangi að skipta um húðlit þykir mér algjörlega absúrd (já, ég sagði absúrd!).
Það er ekkert að því að vera opinn fyrir litarhafti annarra kynþátta. Reyndar er blátt áfram fáránlegt að vera það ekki. En fyrr má það heita negrophilia en nokkuð annað þegar fólk tekur sig til og sóar tíma (já, sóar!!) í að liggja bert á almannafæri, frammi fyrir litlum saklausum börnum, og reynir sem mest það má að líkjast einhverjum öðrum en það er. Sumt fólk er greinilega ekki nógu sjálfstraust segi ég. Ef það þarf átak til að kalla fram hinn eftirsóknarverða lit, þá getur sá litur ómögulega talist náttúrulegur litur okkar. Hinn hvíti maður, er í eðli sínu og að nafni til hvítur, ef einhverjir eru ekki að fatta það. Fólk af öðrum litbrigðum er, rétt eins og skáldið sagði, öðruvísi á litinn. Þeirra náttúrlegi litur er þ.a.l. ekki hvítur. Það er því, að mínum dómi, alveg jafn fáránlegt fyrir hinn hvíta mann að sækjast eftir brúnku og það væri fyrir dökkan mann að sækjast eftir bleikju. Mér þykir það stórfurðulegt að fólk sækist eftir því að líta öðruvísi út en því er eðlisborið að vera.
Best þykir mér þó þegar sori mannkyns, rasistar, gjöra slíkt hið sama, þ.e. fara í sólbað, en mótmæla þó veru annars fólks hér á landi, því þeirra hatur grundvallast þegar upp er staðið frekar á litarhafti heldur en þjóðerni. Já, mér er alveg skítsama hvað þeir hafa um málið að segja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *