Daily Archives: 14. maí, 2004

Stillasakarl 0

Það eru stillasar fyrir utan stofugluggann minn. Það er maður að ganga á þeim. Mig langar til að hrinda stillösunum frá húsinu.

Á þeim árum er ég var unglingur 0

Já, þetta er ein af þeim færslum. Það fór alltaf svo óstjórnlega í taugarnar á mér þegar ég var unglingur (og gerir raunar enn!) hvað fólk hélt alltaf að ungt fólk ætti að vera hresst og skemmtilegt. Ég var nefnilega hvorki hress né skemmtilegur og mér fannst leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum við fyrstu kynni. […]

Og meðan ég man 0

Ég þarf engar ábendingar um hve asnalegt það er að segjast vera hættur að blogga og blogga svo strax daginn eftir.

Skammlifað frí 0

Ég valdi greinileg kolvitlausan tíma til að hætta að blogga. Meðan plöntur landsins springa út í blóma springur veröldin í tætlur af geðveiki, orðaskaki og almennu kjaftæði. Mér er það lífsins ómögulegt að halda þetta út; ég verð að tjá mig! Fram þjáðir menn í þúsund löndum, heyrið rödd mína, því Corvus Nocturnus er stiginn […]