Framtíðin

Í framtíðinni verða engin klósett. Eftir fimmhundruð ár verða vélar tengdar við skólplagnir sem geta melt fæðuna fyrir þig, skilað úrgangnum rakleiðis út í sjó og spýtt út töflum með þeim efnum sem líkaminn getur notað. Þá verða lítil not fyrir klósett. Að sjálfsögðu myndast róttækir neðanjarðarhópar sem vilja „halda í hinn náttúrulega lífsmáta“, en þeim verður ekki vært að lifa ofanjarðar. Onei, þeir verða eltir uppi eins og lömb í réttum, og þá kárnar sko heldur betur gamanið. Hægt verður að fara á náttúrugripasöfn þar sem löngu horfnir hlutir eru til sýnis, eins og eftirlíkingar af ám, trjám og ristlum.

Þessi færsla er til marks um það sem mér dettur í hug þegar ég stend í leiðinlegum prófalestri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *