108845588266414955

Ég er alltaf að sjá það betur hve Robert Smith syngur alltaf af þvílíkri innlifun að maður á erfitt með að taka hann ekki alvarlega. Ætli það sé til einhver heimildarmynd um Cure? Ég hefði a.m.k. gaman af að sjá hana ef því er að skipta.

Hvað önnur mál snertir hef ég hitt tvo bekkjarfélaga mína í dag, hann Bjössa og Elísabetu, sem rak þá merku síðu Rassarnir.tk þar til fyrir skemmstu. Það er merkilegt vegna þess að við félagarnir, Bjössi, Skúli, Binni og Þorke(ti)ll héngum jafnan á Pítunni, sællar minningar, og vegna þess að ég komst að því að Elísabet vinnur á Pítunni.

Ég sé það núna að í raun er þetta ekkert merkilegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *