108854186866712292

Þá er ég búinn með Eyrbyggja sögu. Því miður reyndist hún að mestu leyti vera um ævi og starf Snorra goða Þorgrímssonar, þess dusilmennis. Uppáhaldspersónur mínar úr Eyrbyggju eru tvær: Arngrímur Víga-styr Þorgrímsson, og er honum lýst svona:

„Hann var mikill maður og sterkur, nefmikill, stórbeinóttur í andliti, rauðbleikur á hár og vikóttur snemma, skolbrúnn, eygður mjög og vel. Hann var ofstopamaður mikill og fullur ójafnaðar og fyrir því var hann Styr kallaður“.

og Þórólfur bægifótur, en hann verður helst athyglisverður þegar líða tekur á söguna: „Hann tók nú að eldast fast og gerðist illur og æfur við ellina og mjög ójafnaðarfullur“.

Ef einhver hluti sögunnar er skemmtilegri en sagan af skúrknum honum nafna mínum og berserkjunum tveimur, er það frásögnin af geðvonsku Þórólfs bægifótar og launráðum hans. Því fer ei fjarri að bægifótur var fantur og fúlmenni.

Mæli ég með þessari sögu við hvern þann er áhuga hefur á lestri Íslendingasagna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *