Daily Archives: 2. júlí, 2004

108881228615058825 0

Hmm, þrjár moggafærslur á einum degi. Ekki þykir mér það neitt til að hrópa húrra yfir. Ekki að mér finnist ég vera að bregðast einhverjum lesendum. Að sjálfsögðu blogga ég ekki fyrir neinn annan en sjálfan mig – hvers vegna að blogga fyrir einhvern annan? Ef einhver heldur því fram að hann þurfi að vera […]

108881117267520532 0

Jahá! Mogginn alltaf með puttann á púlsi þjóðarsálarinnar; stakur brautryðjandi á alþjóðavettvangi. Að ég tali nú ekki um þetta. Stundum vildi ég óska þess að heimurinn kæmi út fyrir að vera aðeins minna geðtruflaður.

108881089619432868 0

Guð minn almáttugur! Allt stefnir í heimsendi, hvað eigum við eiginlega til bragðs að taka?!

108879908114066403 0

Mogginn í dag: „Eftir að honum höfðu verið lesnar sakagiftir voru ellefu aðrir menn, sem voru háttsettir í valdakerfi Saddams á sínum tíma, dregnir fyrir dóminn líka, í sama tilgangi. Flestir þeirra virtust þreyttir og bugaðir; aðeins skugginn af sjálfum sér frá þeim tíma sem þeir voru voldugustu menn landsins.“ Þvílíkir stílistar eru það sem […]

108878453045923064 0

Það er örþunn lína milli þess að vera maður sem segir hvað honum finnst og að vera fífl. Raunar leiðir fyrri kosturinn oft þann seinni af sér.

108878350095852688 0

Ég fékk svo frábæra réttlætingu á hendi fótboltans í gær að ég verð eiginlega að deila henni með lesendum bloggs þessa. Hendi er í raun ablativus (þ.e. leikmaður notar hendina) og þ.a.l. er það réttlætanleg notkun. Í körfubolta er enn notaður fótur, ekki fæti, eins og ablativusinn gengur út frá. Má vera að þeir sem […]