108913420322690244

Senn verð ég á faraldsfæti og mun för minni heitið til veitingastaðar nokkurs, er eigi skal nafngreindur, af einlægum ótta bloggara við paparazzi-ljósmyndara. Munu þar hittast Burs synir, kommabloggarinn og handbendi délistans ásamt sjálfum mér, og kverúlantast.

Meðan ég skrifaði þessa færslu fór ég út og hótaði litlum krökkum alvarlegum líkamsmeiðingum, en þeir höfðu ráðist á litla bróður minn. Nú hef ég bannað þeim síðastnefnda að yfirgefa húsið; ég vil ekki efna loforðið sem ég gaf þeim. Skárra hefði það nú verið ef ég væri undir lögaldri. Þá hefði ég ekki gefið þeim færi á að láta mig þurfa að segja sér það tvisvar, svo ég tali nú undir rós.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *