108915673890821083

Bloggari hefur fengið eina kvörtun vegna skorts á kommentakerfi. Er bloggari ánægður með fjölda kvartana, þótt minna mætti nú vera. Mun ég, tregur til, útskýra hvers vegna kommentakerfið er á bak og burt.

Bloggari varð var við misnotkun kerfisins og ákvað að taka það jafn skjótt og hann áður hafði það gefið. Túlkun á því hvað felst í misnotkun kerfisins er ekki leyfileg öðrum en mér.
Einnig varð bloggari dauðþreyttur á því. Var tilgangur tilvistar þess að skapa málefnalegar umræður um efni þess er bloggið innihélt. Var þeim tilgangi aldrei náð og er það ein orsök brotthvarfsins.
Einnig varð bloggari þreyttur á sjálfskipuðum málfræðilöggum, sem plægðu upp nýsáinn akur Bloggsins um veginn með það eitt fyrir höndum, að koma höggi á stílsnilld bloggara. Skal þá ennfremur minnt á alræði og alvisku bloggara á þeim síðum er pár þetta prýðir. Það þýðir ekki að vera með múður á Blogginu um veginn.

Aðalástæða þess að kerfið er farið er samt einfaldlega sú að ég fylltist leiða á því. Kannski kemur það aftur í lok sumars, en þangað til verða lesendur (ef einhverjir eru, eftir kaldranalega þöggun bloggara) að sætta sig við, eins og ykkur sé ekki sama, að geta ekki kommentað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *