108933925564867775

Ég get ekki sofið, það er of margt að hugsa um. Ég hef raunar lengi verið þannig að ég get ekki hætt að hugsa um hitt og þetta þegar tími er kominn á svefn, og get þ.a.l. ekki sofnað. Ég hef alltaf haft gaman af að segja sögur og nóttin er heimsóknartími músanna; þegar hugmyndaflæðið er taumlaust. Furðulegustu hluti hugsa ég um – svo furðulega jafnvel að ég þori varla frá að segja – og er það tilgáta mín, að þar sé komin útskýringin á draumförum mínum, sem jafnan eru skrautlegar svo lítið sé sagt.

En nóg um það síðar. Ég sofna fyrr ef ég leggst fyrr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *