Ég þoli ekki þegar fólk segir að eitthvað sé það eina sem „blífar“, þá væntanlega í merkingunni að duga. Þetta er ekki íslenska. Þetta er ekki einu sinni danska, þar sem sögnin at blive í dönsku þýðir að verða að einhverju. Þeir sem þetta brúka, réttlæta notkunina á þeim forsendum, að það sé hreintungufasismi að andmæla þessu. En þetta þýðir ekki neitt! Er þá í lagi, eins og KB banki gerði, að segja NAMVS EST LIFSTILLVM, sem þýðir ekki neitt, vegna þess að það sé hreintungufasismi að andmæla því, hvort sem um ræðir afbökun á latínu eður afbökun á íslensku? Nei, því get ég einfaldlega ekki verið sammála. Dæmið hið fyrra, er hvorki íslenska né danska og dæmið hið síðara, er hvorki latína né íslenska. Nei, ég held það sé betra að sleppa því yfirhöfuð, að láta svona vitleysu út úr sér.