109199213684040031

Hvað síðustu færslu varðar hafði ég að sjálfsögðu mínar eigin hugmyndir um hvaðan vindurinn kæmi þegar ég var lítill. Áleit ég að hreyfing skapaði vind (sbr. þegar þú hleypur, þá heyrirðu í vindinum) og að vindurinn skapaði svo meiri hreyfingu. Í upphafi var allt kyrrt, svo kom fyrsti maðurinn og lærði að hreyfa sig. Þá skapaðist vindur sem skapaði svo meiri hreyfingu, t.d. hreyfingu sjávar.
Hvar endar þetta? Ég taldi að keðjuverkandi áhrif ættu sér stað og á endanum væri ekki hægt að fara út úr húsi fyrir endalausum stormi. Að sjálfsögðu endar þetta á heimsendi, sé miðað við endalausar lógarytmískar afleiðingar hreyfigetu fyrsta mannsins.

Ég virðist hafa fæðst bjartsýnn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *