Í DV dagsins í dag er sagt frá dæmdum nauðgara sem vann 90 milljónir í lottó meðan hann sat inni. Að sögn þess sem ritar er allt brjálað í Englandi vegna þessa, og segir innanríkisráðherra Englands, að hann muni beita sér fyrir því að komi þetta upp aftur, muni vinningshafinn skyldur gjör til að leggja hluta af vinningsfjárnum inn á reikning handa fórnarlömbum glæps síns.
Hvað er að, spyr ég. Hér er rætt um dæmda glæpamenn. Í því felst, að þeir sem sitja inni fyrir glæpi – sama af hvaða toga – eru að taka út sína refsingu. Að minni hyggju er þetta rangt, þ.e. nema minnst hafi verið á téða fjárupphæð sem glæpon er skyldaður til að borga í dómsúrskurði. Dæmdir glæpamenn hafa sama rétt og allir aðrir til að vinna í lottó, sama hvað þeir gerðu af sér. Fangavistin ein á að duga sem refsing, alltént svo lengi sem farið er eftir lögum.