109245826906910977

Ég er hundfúll. Ekki út í neinn sérstakan þó. Ég hef verið í vondu skapi síðan ég kom heim úr för minni til Rómaveldis ins forna, enda ekkert við að vera hérna heima. Hver dagur er öðrum verri – kannski vegna þess að þeir eru allir eins – og án tilbreytingar er lífið leiðinlegt. Mikið verð ég feginn þegar skólinn byrjar aftur. Ég er ansi hræddur um að ég verði að segja svolítið fáránlegt, en án skóla væri lífið grautfúlt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *