109355486752211846

Mér finnst merkilegt hvað fólk virðist hafa rosalegan áhuga á Supersize Me, myndinni um gaurinn sem borðar eingöngu McDonald’s í heilan mánuð. Gerir fólk sér grein fyrir því að það er að fara að horfa á gaur borða í 90 mínútur? Svo vita allir hvernig hún endar: Gaurinn verður feitur og drepst nærri því úr næringarskorti (eins og það kemur á óvart!). Ekki skil ég þann mann sem þætti þetta peninganna virði, og án þess að ég telji mig sérstaklega þurfa að taka það fram, ætla ég ekki að sjá þessa mynd. Ég las allt um málið fyrir löngu og mér þótti það heldur ekkert sérlega merkilegt þá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *