109395239281623577

Þessa stundina sit ég á Bibliotheca Schola Babtisteria, eða bókasafni Menntaskólans við Sund. Ástæða þess mun vera sú að ég gerði ekki ráð fyrir því að íþróttatíminn ætti sér stað utandyra í þessu fárviðri andskotans. Slíkar pyntingar þykja mér með öllu ótækar og afréð ég af þeim sökum að brokka eigi á inniskónum (þ.e. íþróttaskóm er ætlaðir eru til innandyranotkunar), líkt og sannri hetju sæmdi. Ég er antí-Kjartan/Gunnar whatever.

Njála, alla vega enn sem komið er, er stök snilld. Húskarlavígin voru alveg frábær, þó sérstaklega eftirfarandi atriði:

Njáll ríður til þings um sumarið og synir hans. Gunnar var á þingi. Njáll tók upp fésjóð er hann hafði heiman. Skarphéðinn spyr: „Hvað fé er það faðir?“
„Hér er fé það,“ segir Njáll, „er Gunnar greiddi mér fyrir heimamann vorn fyrra sumar.“
„Koma mun það til nokkurs,“ sagði Skarphéðinn og glotti við.
Virðast feðgar deila skarpskyggni sinni, enda fyrirætlan Bergþóru harla augljós.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *