Mikið hefur verið dekrað við mig að undanförnu. Í gær fékk ég máltíð konunga: Rauðvínsleginn hamborgarahrygg með brúnuðum kartöflum, gulum baunum og brúnni sósu, og rauðvín var drukkið með. Á eftir er mér boðið í snittur, bjór og snafs, og ekki er það nú verra. Svo er bókaskápurinn á leiðinni að fitna með laglegri og […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 31. október, 2004 – 17:25
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
„Það er harmleikur þegar einn maður deyr, en þegar milljón manns deyja er það tölfræði“ er einhver sú mest pirrandi og ofnotaða tilvitnun sem ég veit um. Og ekki er nóg um að allir sextán ára og eldri þylji þetta upp í hvívetna eins og þeir séu klárasti maður á jarðríki, heldur er það hvernig […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. október, 2004 – 15:29
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þessi nýja auglýsing er asnaleg, þar sem allir íþróttakapparnir hlaupa um og leika listir sýnar. Sérstaklega atriðið þar sem einhver handboltakappi brýtur sér leið framhjá sjómanni, til þess eins að hoppa fram af bryggjunni og henda boltanum út í sjó. Og hvað er verið að auglýsa? Lottó!
Categories: Uncategorized
- Published:
- 29. október, 2004 – 20:22
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Leiðrétting hefur borist á seinustu færslu, en í ljós kemur að Mogginn birti fréttina um horfnu atkvæðaseðlana á forsíðu blaðsins. Sjálfur studdist ég við Netmoggann, enda les ég ekki pappírsófétið, en fann hvergi neitt sem impraði jafnvel örlítið á þessu mikilvæga máli. Þakka Elíasi fyrir þessar upplýsingar.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 29. október, 2004 – 15:58
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Er ég hissa á að 60.000 utankjörfundaratkvæðaseðlar hafi horfið í Flórída í ljósi skandals síðustu kosninga og þeirrar staðreyndar að Jeb Bush er ríkisstjóri þar? Og er ég hissa á því að Morgunblaðið minnist ekki EINU ORÐI á þetta? Svarið liggur í augum uppi.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 29. október, 2004 – 11:34
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í dag fékk ég Politik: magt og indflydelse i det politiske system að gjöf og þakka ég fyrir hana. Einu verkefni fer senn að ljúka og taka þá önnur við; bæði ritgerða- og greinaskrif. Vonandi verða þau verkefni jafn skemmtileg eins og þau eru krefjandi. Þetta eru alvarlegar ásakanir og nánast örugglega ósannar. Bandaríkin sætta […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. október, 2004 – 18:50
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ætli undirritaður hafi ekki verið valinn í spurningalið bekkjarins fyrir innanskólakeppnina, ásamt þeim Skúla og Bjössa. Mér þykir bekkurinn ætla sér mikils. Það geri ég hins vegar ekki. Þvert á móti hengi ég mig í hæsta gálga ef ég hlýt jafn smánarlega útreið eins og í Njálukeppninni, þar sem mér var teflt fram sem einhverju […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. október, 2004 – 14:14
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ekki get ég tekið undir að tunglmyrkvinn hafi sést vel. Tunglið hvarf algjörlega sjónum þegar um 3/4 þess voru myrkvaðir. Ollu því skýin, sem grúfðu yfir öllu. Þetta eru hræðilegar fréttir. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að drengurinn hafi allt í einu snappað án þess að nokkuð lægi að baki. En eftir […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. október, 2004 – 11:13
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
RSS fréttaveitan sem ég bjó til með hjálp Mikka vefs birtir ekki færslurnar mínar. Það er vegna þess að slóðin á síðuna mína birtist sem http://www.mikkivefur.is/rss/www.arngrimurv.blogspot.com – sem er bull. Og það er hvorki hægt að laga það né skrá nýja veitu fyrir bloggið mitt! Ég verð að segja að mér er ekki skemmt.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. október, 2004 – 00:45
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég mannaði mig loksins upp í að lesa um brennuna. Ég er ekki sáttur.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 27. október, 2004 – 20:47
- Author:
- By Arngrímur Vídalín