109943173980941974

Ég gæti ekki verið meira sammála saxófónbloggaranum: Ble ble ble. Við búum á Íslandi. Venjist því! Og hverjum er ekki sama þótt Skeiðarárhlaup hafi ekki verið meira síðan 1996? Ekki þykir mér sá samanburður neitt sérlega merkilegur, stærra hlaupið hafandi verið fyrir aðeins átta árum.

Það væri sök sér að flytja fréttir af gosinu ef ekki væri fyrir þessa andskotans hysteríu sem fylgir þeim; fréttamenn verandi alveg á nálum eins og þeir óttuðust að guðirnir væru að refsa þeim fyrir að hafa ekki talið bindið sitt fram til skattafrádráttar. „Hvað gerist næst,“ spyrja þeir með hjartað í buxunum. Svarið: Það hjaðnar og þegiðu svo.

Merkileg þótti mér könnun Fréttablaðsins á dögunum, þar sem spurt var hvort Þórólfur Árnason ætti að leiða R-listann í næstu kosningum. Eitthvað um 60% svöruðu játandi. Í sama blaði stóð stórum stöfum: ÞÓRÓLFUR VIÐRIÐINN OLÍUSAMRÁÐ! Þykir það sýna að svarendur kannana Fréttablaðsins hafi ekkert á milli eyrnanna.

Ógæfan fylgir þessu nafni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *