110076197658247276

Hjálpi mér hamingjan! Ég vakti alla nóttina við próflesturinn. Það var ekki góð ráðagerð miðað við hversu brjálaður dagurinn verður. Svona er að vera vitleysingur sem tekur sér tíma í að lesa svo hann njóti bókarinnar betur. Eða vitleysingur sem bloggar um sjálfan sig í þriðju persónu.

En mikið er ég feginn að hafa lesið bókina. Ekki vildi ég vera í sporum þeirra sem hyggjast reiða sig alfarið á kvikmyndina, enda um tvo ólíka hluti að ræða. Þá sérstaklega ekki ef þeir halda að bókin endi á að persóna Hugh Grant syngi Killing Me Softly. Ennfremur ef þeir kalla hann Hugh Grant, sem er ekki, þó furðu megi sæta, persóna í umræddri bók. Úff! Ég þykist þess fullviss að ónefndir aðilar lendi í skítnum á eftir.

Jamm.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *