110152280624951970

Eflaust spyrja sig margir hvað Arngrímur geri á síðkvöldum eftir langan og strembinn dag af heimildarvinnu (já, sá veruleiki sem ég viðurkenni er háður ímyndunarafli mínu). Það getur verið margt, en einn er sá hlutur sem er fastur liður í öllu því sem ég geri, og það er að borða. Svo það telst ekki með. Þessa dagana leitast ég eftir að lesa örlítið í Íslandsklukkunni fyrir svefninn og borða að sjálfsögðu allan tímann á meðan. Þar sem leshraði minn er tiltölulega lítill meðan ég borða getur farið mikill matur í lestur á einum kafla. Jamm.

Ætli lesendur fyrsta sjálfshjálparbloggsins séu einhverju bættari við lestur þenna? Ég stend mig allavega ekki í stykkinu sem Lao Tse bloggsins, svo mikið er víst.

Næst á dagskrá er blogg að hætti Konfúsíusar. Það mun hefjast á orðunum „Arngrímur segir, að …“ og svo fylgir einhver rassvasaheimspeki eins og: „Sá sem ekki leggur rækt við sál sína, mun enda vesæll maður, því andinn er æðri holdinu“. Eða eitthvað í þá áttina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *