110199796249375251

Senn lýkur síðasta skóladegi þessarar annar. Þá tekur við vinnudagur sem var því sem næst þröngvað upp á mig. Á sama tíma er nærveru minnar óskað í blóðbankanum, en það ku vera alvarlegur skortur á dreyra A+ Rhesus. Ekkert nýtt undir sólinni semsagt. Kemst þó ekki til að láta tappa af mér fyrr en á morgun, sökum vinnu. Vona að enginn deyi á meðan.
Þar sem verðlaun síðustu getraunar ganga ekki út mega lesendur b.v. eiga von á annarri getraun. Ekki er enn útséð um eðli hennar. Það fer alfarið eftir mínum helstu hugðarefnum þá stundina sem hún verður lögð fram.
Mér skilst að jóladagatal Sjónvarpsins þetta árið sé sjálfur stærsti gimsteinninn í krúnu þáttagerðar RÚV: Á baðkari til Betlehem. Ef mig brestur ekki minnið var illmenni þáttanna vond, svartklædd galdranorn. Til að sleppa úr klóm hennar nægði krökkunum að vefja henni inn í teppi og fljúga burt á Chitty Chitty Bang Bang baðkeranna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *