Snemmbúin martröð

Ellefu mínútur yfir miðnætti, er ég var við það að festa svefn, fékk ég skyndilegan verk í höfuðið og svo skyndilega brá fyrir í huga mér mynd af föður mínum og móður, og setningin „… nú þegar hann er dáinn,“ glumdi í höfðinu á mér. Ég hrökk upp með látum og varð umsvifalaust mjög flökurt. Ég sofnaði ekki aftur í einhverja klukkutíma. Ég bara lá þarna og starði á símann minn, viss um að hann myndi hringja með látum þess boðbera, sem ber með sér slæm tíðindi.

Hann hefur ekki hringt enn. Þetta var snemmbúin martröð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *