Samstöðusjónarhornið

Í bókinni Afbrot og íslendingar eftir Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing, stendur eftirfarandi um klassíska skóla samstöðusjónarhornsins:

Klassíski skólinn, sem hægt er að rekja til 18. aldar, gengur út frá því 1) að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja til að velja lögbundna hegðun eða ekki; 2) að hræðsla við refsingar fæli einstaklinga frá því að velja leiðir glæpa; og 3) að samfélagið geti haft áhrif á tíðni afbrota með því að láta refsinguna vera heldur sársaukameiri en ánægjuna sem hlýst af afbrotinu.

Af þessu vitum við að samstöðusjónarhornið er bull, því:
1. Einstaklingar hafa ekki frjálsan vilja. Vilji einstaklingsins er háður löngunum hans. Einstaklingurinn gerir ekki neitt nema hann langi til þess, nema auðvitað ef hann er beinlínis þvingaður til þess, og einstaklingurinn hefur enga stjórn á löngunum sínum. Langanir víkja ekki fyrir vilja, ólíkt því sem margir halda.
2. Það er staðreynd að hræðsla við refsingar fæla einstaklinga ekki frá því að fremja glæpi. Enginn staldrar við áður en hann t.d. nauðgar einhverjum og hugsar: Hmm, ef ég nauðga þessari konu gæti ég lent í fangelsi í svona langan tíma. Ef einhver efast um þessi sannindi má bera saman tíðni glæpa við löggjafir um harðari refsingar. Glæpum hefur ekki fækkað; þeim hefur beinlínis fjölgað!
3. Ef samfélagið getur haft áhrif á tíðni afbrota með því að láta refsinguna vera sársaukameiri en ánægjuna sem hlýst af afbrotinu, hvers vegna er glæpatíðnin svona há í arabalöndunum, þar sem hendur eru beinlínis höggnar af þjófum og fólk er grýtt fyrir að halda framhjá?
Nei, mér virðist samstöðusjónarhornið vera farið fyrir lítið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *