Daily Archives: 5. desember, 2004

Prófatími 0

Í gær fékk ég góða hugmynd að smásögu. Í dag fékk ég hugmynd að útfærslu fyrir lag sem ég samdi í haust og samdi örlitla viðbót við það. Nú berjast í höfði mér hugmyndir að góðum texta við lagið og vangaveltur um hversu langan tíma það taki mig að útfæra það fyrir píanó og bassasöng. […]

Gagnrýni 0

Yrðing: Alþingismenn eru fífl. Ef allir eru fólk og sumt fólk er alþingismenn, er þá allt fólk fífl? Nei, það er ekki hægt að alhæfa pars pro toto. Það væri eins og að kalla alla reykvíkinga fífl og rökstyðja með því að Ingvi Hrafn sé reykvíkingur.

Dauðarefsing 0

Það kemur mér ekki á óvart að niðurstöður ýmissa rannsókna sýni að morðum hafi í sumum tilfellum fjölgað eftir upptöku og aukningu dauðarefsinga í einstaka fylkjum Bandaríkjanna, því hvað eru dauðarefsingar annað en morð.