Prófatími

Í gær fékk ég góða hugmynd að smásögu. Í dag fékk ég hugmynd að útfærslu fyrir lag sem ég samdi í haust og samdi örlitla viðbót við það. Nú berjast í höfði mér hugmyndir að góðum texta við lagið og vangaveltur um hversu langan tíma það taki mig að útfæra það fyrir píanó og bassasöng. Já, það er prófatími. Þá fær maður allar bestu hugmyndir ævinnar en er orðinn leiður á þeim í þann mund sem prófunum lýkur.

Ímyndið ykkur sónötur Beethovens, ófæddar fúgur Bachs eða unaðslega ómstríðu ósamdra himnaverka Schuberts, hefðu þeir aðeins þurft að þreyta jólapróf í afbrotafræði!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *