110253863246675950

Möttuls saga er ótrúlega karlrembuleg. Það þarf þó ekki að koma á óvart, ef miðað er við hvenær hún var skrifuð.

Hmm. Hversu margir lesenda minna ætli hafi skrifað hvenar sem barn? Sjálfur vissi ég frá upphafi hvernig það var skrifað, en þrjóskaðist við. Enda var kennarinn minn á fyrsta skólaári fífl og ég hef aldrei gert mér far um að þóknast fíflum. Og ég hef alla tíð síðan verið mjög þrjóskur (ef einhver málfræðifasisti vill tjá sig um að ég hefji setningu á samtengingu má sá vita að ég skrifaði bókina um málfræðifasisma. Fæst í öllum betri bókabúðum (hvaða búðir eru það?)).

Er það drambsemi í mér að þykjast ekki þurfa að læra fyrir prófið á morgun? Málshátturinn um að dramb sé falli næst er nokkuð spúkí í því sammenhæng. Þó meira spúkí ef ég væri ekki meistari í faginu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *