Lúðvík sem formann!

„… Ég hef ávallt litið svo til, að Lúðvík Bergvinsson væri efni í einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar. Til þess hefur hann alla burði. Nú ríður á að við Samfylkingarmenn teflum fram sókndjörfum foringja í okkar nýja kjördæmi, því nú er sögulegt tækifæri til þess að vinna stórsigur. Reynslan sýnir að það er ekki sama hver leiðir listann við aðstæður sem þessar, en ég fullyrði að Lúðvík sé réttur maður til þess að fara fyrir öflugum og samhentum lista og það sem meira er: að hafa sigur í kosningum“. – Tekið af Bergmál.is

Við Skúli vorum einmitt að hlæja að þeirri tilhugsun áðan, að vera með skipulagðan áróður fyrir því, að Lúðvík Bergvinsson yrði formaður Samfylkingarinnar. Það fannst okkur fyndið. Það finnst þeim sem þetta skrifaði ekki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *