110272269677713162

Hvort sem það kann að þykja gott eða slæmt er ég hættur að nenna að leiðrétta talanda fólks, eins og ég stundaði grimmt fyrir tveimur árum. Hins vegar er ég ekki enn farinn að leiðrétta jólasveinakreddu barna. Reyndar myndi ég aldrei þora því. Þó er ekki bætandi á fáfræði og kreddur sem troðið er inn í huga barna.

Ég sé að ég er ekki sá eini með sýrðar draumfarir. Minn draumur verður þó að teljast eiga vinninginn. Kannski ég segi frá honum síðar. Kannski ég taki m.a.s. aftur upp atkvæðagreiðslur um ýmsar æskuminningar mínar, eins og ég gerði reglulega fyrir tæpu ári. Annars ræð ég lesendum mínum frá því að lesa of mikið af gamla blogginu mínu. Það er verulega lélegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *