Draumfarir

Ég átti fáránlegar en stórmerkilegar draumfarir sem endranær, en ég hef legið meðvitundarlaus uppi í sófa frá því ég kom heim úr prófinu. Vil ekki segja frá þeim hér. Þær eru ekki eins merkilegar og þær eru fáránlegar. Hvert er annars samhengið milli hasarsmikilla draumfara og svitabaðs? Ég hef allavega tendens til að vakna kófsveittur eftirá.
Ég sé að enginn hefur gert athugasemd við semí-hreintungufasismastefnu mína. Það getur þýtt eitt af tvennu: 1. Að allir séu mér sammála, eða 2. að allir séu mér ósammála og hugsi mér þegjandi þörfina fyrir pólitískt rangar skoðanir mínar sem eigi ekki upp á pallborðið hjá nútímalega þenkjandi fólki. Ætli ég verði þó nokkuð að martý (beygist eins og Týr)?
Ætti ég að byrja að læra nú þegar eða ætti ég að slá því á frest, bara í kvöld?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *