Ókind ≠ ekki kind

Það virðist vera vinsæl skýring á orðinu ókind, að ást íslendinga á skepnunni hafi verið svo mikil, að allt sem ekki var kind hafi verið slæmt eða af hinu illa. Sjálfur hallast ég að annarri skýringu. Þó það sé óveður þýðir það ekki að það sé ekkert veður. Hið sama er uppi á teningnum með ókindina. Hún er vissulega kind, en hún er hið mesta ólíkindatól og hana ber að varast, ellegar munu menn engu fyrir týna nema lífinu.
Rétt í þessu uppgötvaði ég hræðilegt samspil sturtu minnar og klósetts. Nánari athugana er þörf, svo hægt megi ganga úr skugga um sannleiksgildi þessa hryllings. Ekki ætla ég mér að hrapa að ályktunum þegar alvarleiki málsins er jafn mikill.

Uppfært:

Það reyndist tilviljun að það flæddi vatn úr sturtuhausnum þegar ég sturtaði niður í nótt. Það staðfestir hávísindaleg athugun mín og hefur yfir allan vafa. Ég get því andað rólegar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *