Framtíðarflámælið

Hið svokallaða „e-hljóðvarp“ Alla er í raun og veru flámæli, þ.e. i og hinu hljóðfræðilega sambærilega y er skipt út fyrir e í framburði. Dæmin sem hann tekur eru svo skýr dæmi um hið sk. Framtíðarflámæli, en faðir þess er Jóhann Alfreð Kristinsson, ef mér skjátlast ekki. Framtíðarflámælið einkennist ekki aðeins af hefðbundnum framburðarbreytingum á i-hljóðum heldur er ö óreglulega skipt út fyrir ýmsa sérhljóða, eins og t.d. maður (maðör), kaffi (köffe), flipp (flöpp) o.s.frv.

Sjálfur hef ég ekki orðið var við þessa mállýskuþróun annarstaðar en innan stofnunar Menntaskólans í Reykjavík en það er hugsanlegt að hún hafi borist víðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *