110321743848959216

Ég gerði mér ferð niður í bæ að skoða jakkaföt sem á að gefa mér. Það ótrúlega gerðist í mátunarklefanum að buxurnur voru of þröngar – í fyrsta skipti á ævinni sem það kemur fyrir mig, manninn sem fitnar aldrei. Ég skrapp líka í Ecco að skoða skó. Þeir eru víst hættir að framleiða uppáhaldsskóna mína, en það þýðir víst lítið að vera íhaldssamur á allan fatnað.

Í gær voru þrettán ár síðan afi minn, Arngrímur Jón Vídalín Bjarnason, dó. Skrýtið að ég mundi ekki eftir því í gær, en ég man eftir því núna. Ég mun alltaf muna eftir því hvernig dagurinn var. Tvímælalaust undarlegasti dagur ævi minnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *