Hákarlar og Svarthöfði

Ég veit að þetta er ekki huggulegt en ég gat einhvern veginn ekki varist brosi þegar ég las þetta. Ég get verið alveg viðbjóðslega vondur stundum.

Talandi um illsku þá sá ég trailerinn fyrir Episode III í gærkvöldi. Ég held að fátt hafi valdið mér þvílíkri gæsahúð áður. Nema auðvitað trailerinn fyrir Hringadróttin. Það eina sem pirrar mig við nýju Star Wars seríuna er stelpustrákurinn hann Hayden Christiansen, hver stendur engan veginn undir hlutverki hins verðandi Svarthöfða. Vonum að hann komist sem fyrst í búninginn, eins og bróðir minn sagði.

Við Star Wars nöttarar hljótum að velta því fyrir okkur hvort James Earl Jones tali aftur fyrir þann svarta. Hann er enn á lífi, trúi ég, og því væri það glæpsamlegt ef einhver annar yrði fenginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *