Daily Archives: 20. desember, 2004

110357524583763861 0

Ég tók út síðustu færslu af ótta við að vera kallaður Trölli (e. The Grinch). Það er kominn tími á að hætta að hugsa um galla samfélagsins og taka á móti kostum þess, a.m.k. á meðan jólafríið endist. Hins vegar er og verður jólasveinninn umdeildur.

2004 0

Mér finnst eiginlega flottara að tala um árið tuttuguhundruðogfjögur en tvöþúsundogfjögur. Þeim sem eru ósammála er bent á að þeir vilja ekki deila við mann sem skoraði níu á íslenskuprófi nærri ólesinn. Þó læðist sá grunur að mér að í fyrsta lagi sé enginn sammála mér og að í öðru lagi verði ég ásakaður um […]

Einkunnir 0

Vegna fjölda áskorana mun ég birta hér einkunnir mínar í samanburði við einkunnaspár. Samanburðurinn er hins vegar ómarktækur þar sem þær einkunnir sem ég hef í höndunum eru ekki stakar prófeinkunnir, heldur meðaltal prófeinkunna og námseinkunna, og þar sem aðaleinkunn var 8,1 en námseinkunn 6 geri ég ráð fyrir að þær einkunnir sem á eftir […]