Einkunnir

Vegna fjölda áskorana mun ég birta hér einkunnir mínar í samanburði við einkunnaspár. Samanburðurinn er hins vegar ómarktækur þar sem þær einkunnir sem ég hef í höndunum eru ekki stakar prófeinkunnir, heldur meðaltal prófeinkunna og námseinkunna, og þar sem aðaleinkunn var 8,1 en námseinkunn 6 geri ég ráð fyrir að þær einkunnir sem á eftir fara séu ívið lægri en raunverulegar prófeinkunnir.

Afbrotafræði
Spá: 9; einkunn: 7
Þýska
Spá: 8,5; einkunn: 9
Íslenska
Spá: 9; einkunn: 9
Enska
Spá: 9,5; einkunn: 8 (lækkaður um 1,5 fyrir að vinna ekki í tímum!)
Saga
Spá: 9; einkunn: 9
Hagfræði
Spá: 6; einkunn: 7,5 (jöss!!)

Þar að auki fékk ég 9,5 í latínu (samt stendur 9 á einkunnaspjaldinu mínu, hmm …), 6 í fagi dauðans, íþróttum, og 4 í skólasóknareinkunn. Aðaleinkunn eins og áður sagði 8,1. Meðaltal af prófeinkunnum hefði þó áreiðanlega verið hærra. Svo er mér sagt að haldi ég mínu striki þurfi ég ekki að þreyta vorpróf. Þá fyrst er markmiði þessa vetrar náð! En nú ætla ég að halla mér aftur og njóta þess að hafa smókað jólaprófin. Ójá, ég er sérdeilis kátur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *