Dramb er falli næst

Hmm, einkunnaúthlutan er farin að minna á MR-kríteríuna. Annars finnst mér það bara hið besta mál að fólk hafi drullað á sig í prófunum. Það er kominn tími til að vissir ónefndir einstaklingar innan bekkjarins taki náminu af ögn meiri alvöru og hætti að áfellast kennarann fyrir slakan árangur, sérstaklega ef þeir hafa látið eins og fífl í tímum, ekki síður eyðileggjandi fyrir sjálfum sér en hinum sem vildu læra. Og ekki fengu þeir minni kennslu en við sem stóðust prófin með sóma. Nei, þeir sem féllu geta við engan sakast nema sjálfa sig og enda kominn tími til.

Ég get hins vegar vel tekið undir að þetta er skuggalega há falltíðni í félagsfræði fyrir þriðja bekk félagsfræðibrautar. Eða er goðsögnin um að ekki sé hægt að falla á félagsfræðibraut hrunin í praksís?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *