Föt og klipping

Hvergi bólaði á Ásgeiri, enda mæta öryggisverðirnir sjaldnast fyrir klukkan sex. Hins vegar má segja að ég verði ekki beinlínis ræfilslega klæddur á Aðfangadag, onei. Svona fín föt hef ég aldrei áður átt. Ekki spillir heldur fyrir að ég fór fyrr í dag og borgaði konu fyrir að taka hárið mitt. En ekki var hárið nú mikils virði, fyrst ég þurfti að borga konunni fyrir að taka það. En svona er þetta. Sumir borga fyrir hár, aðrir borga fyrir að fá það fjarlægt og hvorugur skilur hve heppinn hinn er.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *