Kryddsíldin

Halldór Ásgrímsson fær prik fyrir að dissa Össur. Það er alveg rétt að ákvarðanir Samfylkingarinnar eru teknar eftir skoðanakönnunum, sem þýðir að oft leika menn þar tveimur skjöldum og í þversögn við fyrri „stefnu“ flokksins. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir kjósendum þeirra.

Fyrst menn gerðust svo háfleygir á að minnast á og jafnvel mæra Reykjavíkurlistann er kannski rétt að mín afstaða til þess skrípis komi hér fram (er hún ekki þegar komin fram?). Ég hef lent í því að andstæðingum R-listans þyki það sjálfsagt að gagnrýna mig og jafnvel vinstrimenn almennt vegna þess að hann stendur sig ekki í stykkinu. Hvernig fá menn þetta út? Er hægt að tala um vinstrimenn í borgarstjórn, þegar þar ráða kratar? Á ég að verja eitthvað sem ekki aðeins kemur niður á minni eigin sannfæringu, heldur einnig flokknum eins og hann leggur sig? Nei, ekki ætla ég mér að verja fíflaskapinn í Stefáni Jóni og kratabandalaginu. Þá gæti ég allt eins tekið upp hanskann fyrir Samfylkinguna á daglegum basis. Sem ég geri ekki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *