Illmenni og óvandað málfar

Blaðsíða átta í Fréttablaði dagsins er sniðug. Þar er annars vegar vísað í DV-grein um einhvern Kaftein Kókaín, sem að sögn beinbraut ekki aðeins konuna sína en lemstraði úr henni tennur í þokkabót. Hvílíkt illmenni. Loks höfum við íslendingar alvöru ofurillmenni, en það er nauðsynlegt á alþjóðavettvangi, svo við glúpnum nú ekki frammi fyrir Dr. Sýkli.

Önnur frétt á sömu blaðsíðu er illa skrifuð, en hún heitir „Rifbrotinn og lurkum laminn“. Greinarlýsingin er svona: Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist.

Hér vantar sumstaðar allt samhengi í textann. Annarstaðar er textinn lengdur óþarflega. Enda þótt textinn skiljist er hann óafsakanlega illa skrifaður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *