Besserwiss um Pascal

Þorkell bloggar um að afi sinn hafi besserwisserast með uppfinningu Pascals, reiknivélina. Sjálfur tel ég hæpið að eigna Pascal algjöran heiður að þeirri merku uppfinningu. Eins og gjörla má sjá þegar honum er flett upp í leitarvél er hann ekki sá eini og alls ekki sá fyrsti til að setja saman reiknivél. Hann er hins vegar talinn einna fyrstur til að setja saman vélrænan reikni. Nú er réttur tími til að taka fram að með reiknivél á ég ekki endilega við vél sem reiknar. Talnagrindur (e. abacus) og fleira í áttina er meðtalið.
Nýjustu heimildir, eða frá því um miðja seinustu öld, herma raunar að Leonardo da Vinci hafi verið fyrri til en Pascal, þ.e. ef frá er talinn abacus Babylóníumanna. Því er hin eiginlega reiknivél 150 árum eldri en þangað til var talið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *