Formannsslagur

Ekkifrétt núsins, vissulega, en eitt nóteraði ég þó hjá mér við lestur á stefnumismun Össurar og Ingibjargar: Ingibjörg sér nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að grunnskólakerfið verði einkavætt. Um leið og grunnskólakerfið er einkavætt og rukkað verður um skólagjöld erum við að viðurkenna að grunnnám sé ekki á færi allra, því ekki munu allir koma til með að geta borgað skólagjöld.

Þótt Ingibjörg hafi að öllu öðru leyti komið betur út úr samanburðinum get ég ekki annað en haldið með Össuri. Annars er þetta mál álíka óspennandi og Heimdallarkosningar eða háskólapólitík (sorrí, Auður, Elli og Freyr!).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *